13.10.08

Hverjir töpuðu sparifénu á þjóðnýtingunni?

Skoðum upphaf verðtryggingar á Íslandi.

Ég var í stærðfræðitíma í byrjun framhaldsskóla þegar kennarinn fór að segja okkur frá því hvernig hann eignaðist húsið sitt. Frásögnin sat í mér.

Fólk fætt á millistríðsárum keypti húsin sín á stórum lánum. Allir þurftu að eignast hús. Mikil þensla varð, og henni fylgdi óðaverðbólga. Í kjölfarið varð launaskrið og verðgildi lánanna varð lágt gagnvart krónunni. Í stuttu máli brunni lánin upp. Þá átti fólkið tekjuafgang mánaðarlega sem það ráðstafaði í önnur lán fyrir bílum og þessháttar. Leikurinn endurtók sig: Þensla, verðbólga, launaskrið, verðlaus lán.

Þetta er fólkið sem var með löngu uppkomin börn þegar húsnæðismarkaðurinn tók kipp fyrir nokkrum árum. Þau sáu verðgildi einbýlishúsanna sinna taka risastökk mánaða á milli, og notuðu tækifærið og minnkuðu við sig. Sumir skiptu þeim upp í tvíbýli til að hagnast enn meira. Keypti litlar krúttlegar íbúðir fyrir ellina. Eftirstöðvarnar voru tugir milljóna sem fólkið setti síðan í bréf og ýmsa sjóði. Venjulegir bankavexti freistuðu ekki.

Stór hluti fólksins sem tapaði háum fjármunum í þjóðnýtingu bankanna og falli markaða er þetta fólk. Af kynslóðinni sem kaninn kallar „þöglu kynslóðina“. Hér á Íslandi hefur hún verið þekkt sem frekjukynslóðin.

Sama fólkið og segir að við í „krúttkynslóðinni“ kunnum ekki með peninga að fara og gerum óraunhæfar kröfur. Ég á erfitt með að vorkenna því þó það sé nú orðið að virðulegum gamalmennum. Það á þó ennþá íbúðirnar sínar. Nema þau sem fóru í Búseta.

Við í krúttkynslóðinni fengum ekki tækifæri til að spila á sama leikvelli. Okkar fjárhagslega framtíð verður miklu dýrari.

1 ummæli:

Anonymous said...

Sæll Henry

Éf skrifaði rollusamræðurnar inn á bloggið mitt. þú má kýkja á það.