10.10.08

Brown og Arafat

Egill er á svipuðu róli og Jónas Kristjánsson, yljar sér við eldana, og hamast í geðshræringu. Þeir væru báðir tilbúnir í að fórna ríkinu í skiptum fyrir orðspor okkar gagnvart Bretum. Það er gunguháttur. Svona milliríkjadeilur hafa sinn farveg, sem enginn hefur sýnt fram á að íslenskir ráðamenn hafi brugðið út af.

Brown sjálfur hegðar sér eins og Arafat, talar í stríðstóni við eigin fólk en friðarnótum við okkar ráðamenn. Skilur greinilega ekki að við skiljum oft ensku betur en eigin tungumál, sérstaklega úr vörum stjórnmálamanna.

Hvað hefði verið sagt ef Bretar hefðu fryst eignir allra Sádi-Arabískra kaupsýslumanna í kjölfar 11. sept 2001?

0 ummæli: