28.10.08

Að fallast hendur

Manni fallast hreinlega hendur í þessu ástandi.

Hér ríkir alger glundroði og upplýsingaskortur ofan á hann. Það er engum að treysta í þessu og enginn stendur upp úr sem trúverðugur leiðtogi sem hefur yfir að búa getu til að koma okkur í gegnum þetta. Eini aðilinn að málinu sem maður getur tekið stöðu með er almenningur.

Ef við reynum að mótmæla, þá þurfum við að sitja uppi með afdala stjórnmálahunda og börn þeirra, eða þá kommúnista og listaspírur sem nota tækifærið og tala um fall kapítalismans og upprisu sósíalismans. Nei takk, ég bý þegar við sósíalisma síðan í byrjun október.

Ég var í sjokki, varð reiður, en nú er ég fullur vonleysi. Því mér sýnist enginn geta aðstoðað almenning eða talað fyrir okkar hönd. Ég er ekki á þeim stað í lífinu þar sem ég er tilbúinn í að taka þátt í ofbeldisfullri byltingu. Það þarf ekki veðurfræðing til að segja manni hvert vindurinn blæs.

0 ummæli: