9.10.08

„Skipta um allt settið"

Steingrím J langar inn á af bekknum og hrópar „nú ég, nú ég!"

En hvaða hugmyndir hefur hann komið með í baráttunni fyrir hagkerfinu. „Skipta um allt settið" er ekki praktísk hugmyndafræði, ef það virkar ekki á þá að skipta aftur um allt settið?

Steingrímur gat ekki tekið afstöðu til neyðarlaganna -- hann sat hjá. Sagan mun dæma hann af því. Sorglegt að mörgu leiti. Hann hafði forskot á hina með því að hafa bent á hættuna, en glataði því með pólitískum afleik. Við kjósum ekki fulltrúa til að sitja hjá.

Hvernig væri hægt að reka ríkisstjórn út á hlutleysispólitík?

0 ummæli: