13.10.08

Nú er lag

Fjármálalífið verður að fara á allsherjar skilorð núna. Hér hafa þróast einhverjar Abu Ghraib aðstæður í viðskiptalífinu, þar sem skipuritið brást og menn höfðu of lausan tauminn.

Ríkisstjórnin verður að hætta að reka bankana eins og eign flokkanna. Ráða verður business management ráðgjafafyrirtæki sem sér um að endurskipuleggja reksturinn, kenna undirfólki góða viðskiptahætti. Minnka áhættur og gera þessa banka að hagkvæmustu og best reknu fyrirtækjum heims.

Fyrsta skrefið gæti orðið að láta endurskipuleggja FME, sem myndi síðan skipuleggja rekstur bankanna. Endurskoðendafyrirtæki myndu síðan taka þátt í útboði til að gera stikkprufur á rekstri og bókhaldi bankanna.

Með þessu fengjum við sem mestan arð af sölu bankanna. Og smám saman gætum við endurheimt orðspor Íslands. Stjórnvöldum er ekki stætt á fornum bitlingum, því nú eru augu heimsins á þeim. Ekki bara íslenskra kjósenda (guði sé lof.)

0 ummæli: