25.10.08

Súr mótmæli

Arkaði snjó með kasólétta konuna og drenginn gegnum hríðarbyl í dag áleiðis niður í miðbæ.

Þegar þangað var komið voru um 30 kommar þarna með rauðan fána með 3 fíflum á, og boðuðu byltingu fíflanna.

Ef einhver kemur með tillögu að raunhæfum mótmælum þá skal ég mæta, en ég sit ekki undir því að hlusta á Hlyn Hallsson tala um upprisu sósjalismans í annað sinn. Enda er það bara enn eitt kerfið sem brást, tók ekki fyrir mannlega þáttinn. Rétt eins og kapítalisminn.

0 ummæli: