9.10.08

Er Davíð vandamálið?

Nú berjast menn á hæl og hnakka við að bjarga stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar með því að setja Davíð Oddsson af í Seðlabankanum.

En er hann vandamálið? Hann starfar í umboði þessarar ríkisstjórnar.

Menn tala um að viðtal við hann hafi orsakað ofsafengin viðbrögð Breta. En ætla menn að gefa sér að ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar fái þýðingu fjölmiðlamanna sinna á orðum Davíðs á borð til sín, og treysti þeirra íslenskukunnáttu án þess að hringja í kollega sína á Íslandi?

Á meðan ráðherrar ríkisstjórnarinnar voru uppteknir af að stunda leyndó framyfir að frumvarp um neyðarlögin voru kynnt, reis Davíð upp og fræddi fólk á mannamáli um það hvað væri að gerast. Burtséð frá mínum skoðunum á Davíð og ferli hans, þá virði ég þetta við hann.

0 ummæli: