21.10.08

Kapítalisminn lifir!

Hannes Hólmsteinn, vitnar í hugmyndafræði Locke frá 17. öld, gjörsamlega úr öllum tengslum við raunveruleikann.

Segir að kapítalisminn hafi ekki og muni ekki deyja. Hrunið sé ekki kapítalismanum að kenna, heldur kapítalistum.

Þetta er svona eins og ef verkfræðingarnir á bakvið Titanic hefðu staðið á dekkinu á Carpathia 15. apríl 1912 og reynt að sannfæra fólkið sem bjargaðist um að hönnun Titanic kæmi í veg fyrir að hún gæti sokkið, skipstjórinn hefði bara verið fáviti.

Hann virðist ekki gera sér grein fyrir að allt þetta sama mátti segja, og var sagt, um kommúnismann.

0 ummæli: