9.10.08

Fallít ritstjóri

Sést alltaf hverjir lepja allt upp eftir Jónasi Kristjánssyni. Þeim þykir orðið „fallít" svaka flott.

Gerði Davíð Oddsson ekki nokkurnveginn þá sömu hluti og Jónas gerði að kröfu sinni eftir að ríkið bauðst til að kaupa 75% í Glitni? Talaði um að kasta ekki góðu fé eftir vondu.

Ég þekki menn sem hafa lent illa úti í samskiptum sínum við Davíð Oddsson, verið reknir úr stofnunum ríkisins. Útskúfaðir og úthrópaðir.

Allajafna þætti mér ekki óþægilegt að sjá hann í skotlínunni. En svona moðreykur fer óstjórnlega í taugarnar á mér.

0 ummæli: