27.10.08

Lygar

Björgólfur Thor er nú hársbreidd frá því að sanna lygar á Seðlabanka Íslands.

Hvernig hefði annars Seðlabanki Íslands geta réttlætt að lána ekki gjaldeyri sem Landsbankinn ætlaði að nota sem tryggingu við að koma Icesave hraðbyri í breskt dótturfélag. Gegn fimmföldu veði? Hvernig er hægt að neita slíkri umsókn?

Í staðinn þurfum við örugglega að taka þetta á okkur, ef marka má afdráttarlaust loforð Björgvins G Sigurðssonar til Alistair Darling 5. október.

Var kannski bara búið að ákveða að bankarnir yrðu teknir? Búið að finna nýja gullkálfa?

Nú verða erlendir rannsóknaraðilar að fara að drífa sig í landið, þessar spurningar mega ekki hanga yfir okkur lengi.

0 ummæli: