Kastljósið er að taka fram úr öðrum fjölmiðlum í umfjöllum. Viðtalið við Geir Haarde í gær, og umfjöllun um samtal Árna Mathiesen og Alistair darling í kvöld voru fyrsta flokks. Vonandi að þeir nái að fletta ofan af atvikunum áður en við verðum öll skuldsett vegna þeirra. Við getum ekki greitt fyrir glæp annarra, hvað þá án þess að vita staðreyndir glæpsins. Við verðum að vita hvað fór á milli Darling og Björgvins G Sigurðssonar.
Verst að Jóhanna Vilhjálmsdóttir er ekki mjög sterk í viðtölum, eins og viðmælandi kvöldsins, Jón Daníelsson, var áhugaverður. Megnið af viðtalstímanum eyddist upp í moði og samantektum Jóhönnu.
Kastljós, 23. október, 2008
Bjarni Benediktsson hættir í stjórnmálum
2 weeks ago
0 ummæli:
Post a Comment