23.10.08

20þús íslenskar undirskriftir..

Geri athugasemd við þessar 20þús undirskriftir.

Alltof ódýrt að leggja vínarbrauðið frá sér í pásunni, músa sig inn á indefence.is, og pikka inn nafnið sitt með annarri meðan heitur javavökvinn rennur niður úr hinni. Pikka síðan inn einhver önnur nöfn sem maður man eftir, svissa um hendi, bíta í vínarbrauðið og slá inn nokkur bullnöfn líka. Því hver les svona lista, bara að hafa sem flesta!

The revolution will not be televised. Og að sama skapi verða aldrei alvöru mótmæli á netinu.
--
Uppfært 16:27:
Nú eru komnar 34.760 undirskriftir. Hver trúir þessu rugli? Ég myndi vilja fá tölur þeirra sem halda síðunni úti hversu margir vafrar margar einkvæmar heimsóknir þessi vefur hefur fengið. Sé að þeir eru að nota Google Analytics.

1 ummæli:

Anonymous said...

Já, hvort sem það eru bakarísbyltingarmenn sem blása upp listann, eða fólk sem í sakleysi sínu veit ekki betur, þá finnst mér þessi undirskriftalisti niðurdrepandi. Held það sé of mikið af fólki tilbúið að stökkva fram og segja "Ég er ekki hryðjuverkamaður!!! Þeir eru einhvernveginn öðruvísi!!" -- Þetta er bara stimpill nýttur í pólitískum tilgangi til að hafa áhrif á heimskt fólk. Að skrifa undir þessa yfirlýsingu finnst mér viðurkenning á stimplinum, og ég a.m.k. sé í gegnum hann.