Þeir sem Rás 2 og Bylgjan talar við virðast á því máli að bresk stjórnvöld bregðist við íslensku krísunni með harkalegum hætti til að slá pólitískar keilur fyrir Gordon Brown og Verkamannaflokkinn. Ísland er ekki eina landið sem einblínir á afkomu sinna eigin þegna fyrst og fremst. Það gera öll lönd.
Ég er hlynntur ESB aðild. Ég hef búið í ESB ríki og notast við Evru, og kunni því vel. En það þarf að koma hagkerfinu í gang, og opna á erlend viðskipti aftur áður en við göngum til viðræðna við ESB. Er líklegt að evrópski seðlabankinn sé æstur í að innlima okkar hagkerfi í dag?
Bankakrísan og björgun Svía í byrjun 10. áratugar var um margt lík íslenskum veruleika í dag. Sagan hefur dæmt þá aðgerð góða að því er ég best veit.
En það má vel deila á íslensk stjórnvöld fyrir að hafa ekki séð þetta fyrir.
0 ummæli:
Post a Comment