31.1.09

Pólitíski áttavitinn minn

Svona svo mínar pólitískar skoðanir séu uppi á borðinu og opinberar, þá samkvæmt ítarlegu prófi á politicalcompass.org er þetta pólitísk afstaða mín í tvívíðri mynd:

political compass

Væri gaman að sjá svona mynd hjá öðrum bloggurum. Svona til hliðsjónar, þá eru hér afstöðumynd af hinum ýmsu öðrum.

political compasses

Akkurat fólk sem ég ber mig helst við. Þarna sést t.d. alveg á tæru að við Robert Mugabe erum svipað mikið vinstri, en hann er hinsvegar töluvert meiri fasisti en ég.

Skrípó, 31.01.09: Ást er... Að leggja landið að veði

Þú kveiktir von um veröld betri mín von hún óx með þér. Og myrkrið svarta vék úr huga mér um stund, loks fann ég frið með sjálfum mér. Hannes Hólmsteinn Gissurarson: Hvað heitir þú? Davíð Oddsson: Ég heiti Davíð (bergmál). Það er svo undarlegt að elska, að finna aftur til. Að merkja nýjar kenndir kvikna, að kunna á því skil hvernig lífið vex og dafnar í myrkrinu. Að hugsa um þig hvern dag, hverja nótt er skylda sem ber umbunina í sjálfri sér. Hannes: Hvað finnst þér um Taddser? Davíð: Elskana. Hannes: Frábært. Þitt fyrsta bros, þín fyrstu skre, þín fyrstu orð. Þín fyrstu tár, þín fyrsta sorg, þín fyrsta hrösun. Þín fyrsta ást, þinn fyrsti koss, þín fyrstu ljóð. Mér finnst þú munir fæða allan heiminn alveg upp á nýtt. Davíð: Hvað segiru um laissez-faire frjálshyggju? Hannes: Ég held ég hafi rétt í þessu eyðilagt stólinn.

30.1.09

Hugmyndasamkeppni um nýtt nafn á Apple IMC


Vefsíðan maclantic.com greinir frá því að nú sé í gangi hugmyndasamkeppni um nýtt nafn á Apple IMC. Ég sem makkanotandi hef skilað inn minni tillögu.

„Okurbúllan“ skal það vera, heillin.

Sendið ykkar tillögur á tillogur@maclantic.com

Skrípó, 30.01.09: Re-make

Við erum stödd á Bessastöðum. Steingrímur Joð er að máta Skattmann búningin hans Óla Grís... Steingrímur J Sigfússon: Hvað er með alla þessa hljóðnema hérna? Ólafur Ragnar Grímsson: Ég vil bara alltaf vera tilbúinn að tala ef einhver nennir að hlusta. Segðu nú línuna.. Berja kýla slá, farðu svo frá! Steingrímur: Berja kýla slá, farðu svo frá! Ólafur: Gooott gott.. Geturu nú sagt Aðstöðugjöld?

29.1.09

Skrípó, 29.01.09

Einn gallharður aðdáandi bað um Framsóknarskrípó um daginn. Hvers vegna í fjáranum veit ég ekki...
Framsókn gerði formanninn út í samningaviðræður við Evrópusambandið. Fundargestur: Ekki láta valta yfir þig. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: Bæ, sjáumst! Fundargestur: Passaðu þig á kratadjöflunum! Fundargestur: Við höldum fiskiréttinum! Fundargestur: Og hinum auðlindunum! Fundargestur: Og þeir breyta nafninu á sambandinu í Framsóknarsambandið. Fundargestur: Niðurgreiddar matvörur. Fundargestur: Ókeypis skítadreifara á hvern bæ! Í Brussel: ÞIÐ GETIÐ BARA ÁTT ÞENNAN HELVÍTIS TJAKK YKKAR SJÁLFIR!

28.1.09

Skrípó, 28.01.09

Stjórnarslit sem þessi eru efnistaka orgía. Ég verð að reyna að ulla þessu út úr mér.

Óli á enga vini. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Sry en við Joð ætlum að beila, við nennum ekki að hlusta á froðusnakkinn. Kthxbai! Thank you captain obvious. Vilhjálmur Egilsson: Jóhanna er alvöru kona! Geir H Haarde: Sko.. Það er alveg hægt að kafa á þessari svokölluðu Þjóðarskútu.. En hún lætur ekkert sérstaklega vel að stjórn undir vatni. SMS sambönd eru dauðadæmd. Geir smassar: hae! ert thu enn memm i tessari rikisstjorn? Reiður SUSari: Við í SUS viljum minna ykkur á að VIÐ eigum líka pottlok!

26.1.09

25.1.09

24.1.09

Skrípó, 24.01.09

Var tilbúinn með skrípó um krabbameinsvald í íslenskum stjórnmálum, sem ritstjórinn (konan mín) stöðvaði birtingu á. Þið fáið vonandi að berja það augum í fyllingu tímans. Ekki viss um að fólk sé tilbúið að hlæja að þessu strax.

Annars vil ég benda á nyttlydveldi.is. Það hlýtur að vera komið að því að Alþingi verði sjálfstætt, og stjórnað af einstaklingum. Ekki flokkum.Samfylkingin er lýðræðislegt stjórnmálaafl sem stundar samræðustjórnmál. Ræðumaður: Við viljum stjórnarslit, STRAX! Og við viljum kosningar, STRAX! Klapp. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hugsar: Stjórnar.. Sliit... Kosning..ar.. Eða voru það samræðisstjórnmál..? Ingibjörg: Sko ég er ekkert sov viss um að þeir sem hafa talað hér á þessum fundi séu Samfylkingin. Eða séu þess umkomnir að koma fram fyrir hönd Samfylkingarinnar. Og ég meina.. Bara sorrí, ég er búin að lofa Sjálfstæðismönnum því að þeir megi dunda sér í sínum ráðuneytum og embættum fram að þeim kosningadegi sem þeir ákveða að sé heppilegur. Þannig að ég verð bara því miður að neyta að fylgja eftir þessum ályktunum.

22.1.09

Appelsínugulur

Hrikalegt að draga liti inn í málið, þar sem ég er litblindur. En þessi síða hefur, að sögn litfróðra, lengi verið appelsínugul. Og efni hennar nokkuð friðsamt. Ég birti því með glöðu geði þessa yfirlýsingu:

Von um stóraukna þátttöku almennings í skipulögðum mótmælum, friðsamlegri mótmæli og sýnilegri árangur varð í gær til þess að ört stækkandi hópur fólks, appelsinugulur.is, hvetur nú alla friðsama mótmælendur til að merkja sig með appelsínugulum lit og sýna þannig skýrt að þeir taki þátt í friðsömum mótmælum, án ofbeldis, án öfga.

Vonast er til að þeir sem hingað til hafa veigrað sér við þátttöku, fyrir einhverra hluta sakir, sjái sér nú fært að fjölmenna og sýna samstöðu með málstaðnum án þess að sýna samstöðu með þeim fámenna hópi fólks sem hingað til hefur sett svartan blett á mótmæli almennings í landinu.

Nú er tímabært að draga fram alla appelsínugula hluti og skarta þeim sem skýrt merki um friðsama kröfu til breytinga og skýrt merki til þeirra sem enn hafa ekki tekið þátt að nú geti þeir gert það óhikað og án efasemda um að þátttaka þeirra í mótmælaaðgerðum verði túlkuð á annan veg en þeir hafa í hyggju.

Gefum ekki afturhalds- og deifingaröflum í landinu færi á að gera lítíð úr réttmætum mótmlælaaðgerðum eða þátttöku almennings í þeim - berum skýrt merki um að okkur beri að taka alvarlega - appelsínugult merki sem útilokar jafnvel forhertustu fortölumenn breytinga frá því að kalla þátttakendur skríl.

Appelsínugulur stendur ekki fyrir einstökum mótmælum en eru einföld leið fyrir friðsaman almenning til að taka þátt í þeim með skýrum formerkjum. Frekari upplýsingar er að finna á vefnum http://www.appelsinugulur.is og á samfélagsvefnum FaceBook á slóðinni http://www.facebook.com/group.php?gid=64832322664&ref=mf

Sjá nánar hér.

Skrípó, 22.01.09

Vélin sem geymir skrípómyndirnar mínar virðist vera niðri í augnablikinu. Lagast vonandi bráðum.

Sigmar í Kastljósi spyr: Afhverju ekki að kjósa? Ágæt spurning. Hér koma nokkrir rammar með svörum, hvaða svar ætli að eigi best við? Geir Haarde: Til að við getum haldið áfram þeim góðu verkum sem við vinnum til varnar heimilanna í landinu. (370 handtökuskipanir vegna hrunsins, þar af engin vegna útrásarvíkinga. Heimili hverra er verið að verja?) Geir: Og vinna að málum sem munu létta fólki róðurinn. (Eins og hlutir sem kynntir voru í nóvember en hafa enn ekki verið framkvæmdir, t.d. mánaðarlegar greiðslur barnabóta?) Geir: Það er mikilvægt að við fáum starfsfrið. (Svo að Sigurður Kári sérlegur áhugamaður um vínanda geti loksins flutt mál sitt um áfengissölu í matvörubúðum?) Geir: Svo að ekki verði hér öllu stefnt í  stjórnarkreppu. (Kreppu eins og þeirri sem er akkurat núna meðan Ingibjörg Sólrún er frá?) Geir: Vegna þess einfaldlega að Sjálfstæðisflokkurinn þarf tíma til að klóra yfir skítinn og ná upp einhverju fylgi. Annað yrði aðför að 80 ára stofnun!

21.1.09

Skrípó, 21.01.09

Jæja. Stóð nú varla til að gera skrípó í fyrir daginn í dag. Veikur allan 20. janúar með 40 stiga hita, ælupest og niðurgang. Lá í móki allan daginn og missti af sennilega viðburðaríkasta degi minnar kynslóðar. En hér er allavega eitthvað.
Yes, mr Obama? This is Geir, i just wanted to congratulate you on taking office and offer you both council and good advice in bringing people together. You just have to make them hate the government while at the same time remain in power!

18.1.09

Skrípó, 18.01.09

Flutti í stærri leiguíbúð í dag, þrátt fyrir kvefskít og magavesen. Var orðið svolítið þröngt að vera í tveggja herbergja íbúð með einn 4 ára og annan 6 vikna. Rétt datt inn nokkrum andartökum fyrir miðnætti, gegnum nettengingu nágranna, til að skjóta inn þessu litla skrípói fyrir mína hörðustu aðdáendur.
Á Flugstöð Leifs Eiríkssonar bera tveir landflóttamenn saman bækur sínar. Farþegi 1: Hvert ertu að fara? Farþegi 2: Sennilega ekkert. Við erum með heimsfræga fagfjárfesta sem setja allt á hausinn, ríkisstjórn sem telur aðgerðarleysi dyggð, mótmælendur sem geta ekki komið sér saman um á hvaða forsendum eigi að mótmæla, og félagslegt kerfi sem minnkar í beinu hlutfalli við þörfina. Er þá eitthvað sjálfgefið þó ég kaupi farmiða af flugfélagi hér í landi að ég sjái nokkru sinni inn í flugvél?

17.1.09

Skrípó, 17.01.09

Endurreisnarsjóður atvinnulífsins. Nokkrar krónur og þúsundkall liggja á borði. Einhver segir: Nennir einhver að kíkja út í ráðherrabílana? Það dettur oft eitthvað klink á milli sætanna.

16.1.09

Skrípó, 16.01.09: Vanúatú

Ok, þessi hér er kannski svolítið out there. Svona last minute skrípó sakir Noro veikinda höfundar.
Drungalegan morgun barðist lítil flugvél í gegnum slagviðri... Úr flugvél: Eitt finnst mér skrýtið... Björn Bjarnason: Að einhver skuli boða til varnarmálaráðstefnu með svona skömmum fyrirvara. Og það á Vanúatú! Haraldur Johannessen: Heh.. Já.. Skrýtið. Seinna í reykfylltu bakherbergi. Geir Haarde: Laukstu verkefninu? Haraldur: Já. Allt klárt fyrir landsfundinn þinn.. Dabbi var líka ánægður með að fá heimsókn!

12.1.09

Skrípó, 12.01.09

Skyldu hinir fjölmörgu ráða- og nefndarstólar Evrópusambandsins verða opnir fyrir aflóga íslenskum ráðherrum?
Kristinn R. Ólafsson: Þrátt fyrir að það sé urmull kaffihúsa hér í Madríd þá finnst mér alltaf sopinn bestur.. heima. Mm þvílíkur keimur! Við erum stödd í skugga! Blekking, hroki.. Svo ríkjandi en samt svo ósnertanlegt! Hver andskotinn þetta er bara helvíti gott!? Qué café es éste? Kaffiþjónn: Es Haarde Senor. Í miðju: WW2 veggspjald, How about a nice cup of shut the fuck up. 17 ár í viðbót!

8.1.09

Skrípó, 08.01.09

Myndi einhver nenna að spila Matador með séríslenskum reglum? Spilari 1: Jæja, ég er orðinn gjaldþrota, er ég þá úr leik? Spilari 2: Neinei.. Þú áttir svo mörg hótel þegar best gekk að þú mátt ekki fara á hausinn. Það væri aðför að stöðugleika spilsins ef bestu reitirnir færu að skipta um eigendur. Nú færðu lán frá bankanum, eins mikið og þú vilt. Getur svo keypt hótel á þá reiti sem þú áttir áður. Þú mátt ráða verðinu, við hin borgum mismuninn. Spilari 3: Þú getur ekki tapað!

6.1.09

3.1.09

Skrípó, 03.01.09

Athugasemd skríbents: Stundum þurfa litlar B-list netstjörnur að trassa A-list netstjörnur til að komast til netorða...
Á þjóðminjasafninu á því herrans ári 20311 var vígð ný álma tileinkuð bankahruninu 2008. Einn vinsælasti sýningargripurinn er þessi vélknúna vaxmynd sem táknar hinn prótótypiska andófsmann... Dr. Gunni í nokkrum römmum: Bzz.. Helvítis fokking fokk.. Fylkist bakvið mig á laugardag og mótmælum Davíð! (Kominn með VG barmmerki) OK. OK. Ég nenni ekkert að mæta. Ekki einusinni á þau mótmæli sem ég skipulegg sjálfur.. Bzz.. (Kominn með VG og Samfylkingar barmmerki) Fólk verður að standa vaktina og versla í Korputorgi. Rosaleg opnunartilboð! Bzz.. Mitt hlutverk í byltingunni skal verða að gefa mótmælum einkunnir. Kryddsíldarmótmæli skulu hljóta fjórar stjörnur. Góðar stundir. Bzz..

2.1.09