Eins einfalt og það er nú fyrir fólk að skrá stuðning sinn við eitthvað bænaskjal á netinu, þá hefur áskorunin þess efnis að Davíð Oddsson segi af sér bara hlotið rúmlega 2800 undirskriftir.
Það er langt undir 1% þjóðarinnar. Enda er það nú frekar ódýr lausn. Hvar er ákallið um að Geir Haarde segi af sér, Árni Mathiesen, eða Jón Sigurðsson formaður FME? Nú eða ákallið um að Björgvin G axli ábyrgð á launum bankastjóra sem hann hefur sjálfur hneykslast á?
Einstaklega einfeldningslegt að biðja bara um að Davíð fari á eftirlaun og restin lagist af sjálfri sér. Aðeins lítill hluti hinna 2800 hafði síðan nennu til að mæta fyrir utan ráðherra bústaðinn og tigna Jón Baldvin Hannibalsson, brenna fána og hrópa Davíð burt. Jón Baldvin, það var þá líka boðberi nýrra tíma í pólitík!
Pólitískar vendingar með hækkandi sól
22 hours ago
0 ummæli:
Post a Comment