22.10.08

Meint heimska krúttkynslóðarinnar

Þeir eru einhverjir sem vilja dangla aðeins í kynslóð krúttanna nú á þessum síðustu og verstu tímum.  Hreyta í þau vegna efnahagshrunsins, og spyrja hvernig þau haldi að hægt sé að stunda einhverja skýjaborga hátækni nú þegar allt er að fara til fjandans. Og slá Andra Snæ Magnason utanundir fyrir vitleysuna að baki Draumalandsins. Stóriðja áfram, ekkert stopp!

Það er þó vert að minnast á það, að í hinum miklu efnahagsþrengingum sem Bandaríkin gengu í gegnum á 8. áratug síðustu aldar, þá voru einhver þálifandi krútt sem töldu að tölvum væri ekki bara ætlað að verða hraðreiknar fyrir stórar stofnanir. Fólk myndi koma til með að vilja einkatölvur á hvert heimili.

Þetta voru meðal annars Microsoft og Apple Inc. Microsoft halar inn óhugsanlegum tekjum inn í bandaríska hagkerfið og stofnendur þess eru ríkustu menn vesturlanda.

Eitt rótgróið stórfyrirtæki, Xerox, átti á þessum tíma hugvitsfólk sem fann upp gluggaumhverfi ákynja því sem við notum í dag, ásamt músinni. Stjórnendum fyrirtækisins fannst þetta svo arfavitlaus hugmynd að þeir seldu Microsoft og Apple Inc. aðgang að þessum uppfinningum og verkfræðingum þeirra. Og það á brunaútsölu.

0 ummæli: