Það virðist ljóst að við komumst ekkert áfram nema í slagtogi við ESB og í myntbandalagi þeirra. Einhverjar ræður um samnorræna mynt er ekkert nema draumur sem ólíklegt er að verði að veruleika.
Ég hef búið við Evru í Frakklandi, og á marga vini sem gera það enn. Með laun í Evrum og lán í Evrum. Þeim buðust lán í Jenum, en sáu ekki ástæðu til að taka þau, þar sem seðlabankinn þeirra var ekki með ~15% stýrivexti eins og staðan var hér. Þessir menn eru ekki með hjartað í brókunum upp á hvern dag, þótt vissulega eigi einhverjir bankar í vandræðum í þeirra landi.
Maður fékk óverðtryggð lán á rúmlega 4% hjá bankanum sínum en kringum 6% hjá öðrum lánastofnunum. Munurinn var líka sá að bankinn vann eftir einhverju regluverki. Þannig þó að ég væri með 3500evrur útborgað á mánuði var bankinn tvístígandi í að ég skuldsetti mig fyrir bíl með afborgunum upp á 600evrur á mánuði. Þeir settust niður með mér og útskýrðu að ég yrði að lifa líka. Þrátt fyrir að ég lifði hvorki við gengis- né verðbólguáhættu.
Þegar ég lenti í greiðsluerfiðleikum út af tímabundnum tekjumissi í einn mánuð, þá sá franski bankinn til þess að ég hefði rétt á milli hnífs og skeiðar á meðan greiddist úr afborgunum, með fyrirframgreiddu greiðslukorti.
Þetta lærði ég því af þeim, að þegar ég lenti í að skulda hellings pening sem ég þurfti að borga einn mánuðinn hér á Íslandi (~120þús), þá kaus ég frekar að borga alla summuna af launareikningnum og taka á mig 1-2 magra mánuði frekar heldur en að taka yfirdrátt á 25% vöxtum eins og íslenski bankinn ráðlagði mér.
Bjarni Benediktsson hættir í stjórnmálum
2 weeks ago
0 ummæli:
Post a Comment