Fyrir 20 árum benti Ólafur Ragnar, nú forseti, á að verðbréfasjóðir Ávöxtun sf. gætu ekki staðið undir skuldbindingum sínum. Orð hans um þessi málefni urðu til þess að sjóðseigendur innleystu fé í unnvörpum og fyrirtækið fór á hausinn. Þá kom í ljós að hluti sjóðsfé hefði verið notað á óeðlilegan hátt, og skuldaði Ávöxtun sf. sjóðnum 68 milljónir. Stjórnendur Ávöxtunar sf. sátu inni á Kvíabryggju í kjölfarið. Einnig fór fram rannsókn á því hvort eftirlitshlutverk bankaeftirlits Seðlabankans og Viðskiptaráðuneytis hefði brugðist. Bankaeftirlitið bar fyrir sig að „allt í einu“ hefðu frjáls viðskipti með verðbréf hafist og þeir ekki haft ráðrúm til að sinna sínu lögboðna eftirliti.
Málið með Ávöxtun var svipað bankahruninu, bara mun smærra í sniðum. Í tilfelli bankahruns var enginn Ólafur Ragnar á þingi, hann var upptekinn við að sinna kynningarstarfsemi fyrir bankana á erlendri grundu. Var „viðskiptaundrið“ of nákomið Ólafi Ragnari í þetta sinn?
Bjarni Benediktsson hættir í stjórnmálum
2 weeks ago
0 ummæli:
Post a Comment