Björgvin G Sigurðsson sagði á bloggi sínu ekki fyrir allslöngu að einkavæðing bankanna hafi verið vel heppnuð og löngu tímabær, því bloggi hefur hann lokað. En nú segir Samfylkingin að Davíð þurfi að víkja m.a. vegna framkvæmdar einkavæðingarinnar.
Gott dæmi um það er fjármálaþjónustan. Aðeins fimm árum eftir að einkavæðingu íslensku ríkisbankanna lauk hefur útrás og velgengi þessarar fyrirtækja verið með ólíkindum. Bankarnir eru orðnir megin fyrirtækin í okkar samfélagi sem skaffa þúsundum góð og vel launuð störf. Og þjóðarbúinu um 10% tekna sinna. Frábær árangur og dæmi um þá krafta sem leystir voru úr læðingi með löngu tímabærri einkavæðingu. Lesa meira
Lokapunkturinn er síðan Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn sem vill nokkurnveginn sömu peningamálastefnuna áfram.
Ég hef aldrei verið sérstakur aðdáandi Davíðs, en mig svíður það ef fólk ætlar að eyða tíma sínum og orku í að berjast gegn honum að ástæðulausu. Hvað er annars eftir fyrir andstæðinga hans að japla á?
--- --- ---
Uppfært 11:40:
Ágætur Dr. Gunni svaraði tölvupósti mínum varðandi þessi mótmæli, þó hann sé ekki lengur í forsvari fyrir þau.
Yfirskriftin er núna „Krafan er einföld og þverpólitísk, rjúfum þögn ráðamanna!“
Þannig að kallinn mætir, með útþanda ladsa. Sjá hér.
0 ummæli:
Post a Comment