10.10.08

Bloggið logar

Bloggið logar í heimtingu á rannsóknum. Sannindi, hálfsannindi, lygar, og nornaveiðar allt í bland.

Auðvitað þarf að rannsaka þetta. Það þurfa óháðir aðilar að gera, og það verður gert af háskólum og öðrum stofnunum, hérlendis sem erlendis, burtséð frá vilja stjórnvalda til sjálfsskoðunar.

Það sem er boðað á blogginu núna eru ekki góðir rannsóknarhættir, og fáum orðum fylgja þar ábyrgð.

Orðræða margra líkist frekar byltingartilraun, en áköllun á rannsókn. Sem er í besta falli grátbroslegt, því hverskonar byltingu er stjórnað af fólki í skrifborðsstólum?

0 ummæli: