22.10.08

Gerum bankana vinalegri

Hér er hugmynd. Afhverju ekki að skipta bara alveg um nöfn? Nöfn bankanna eru hvort eð er ónýt. Nefnd í sömu andrá og Al Qaida. Það er slæm vörumerkistenging.

Afhverju ekki bara að kalla Glitni „Birnubanka“, Landsbankann „Elínarbanka“, og Kaupþing „Finnsbanka“? Miklu vinalegra!

Þegar þetta er svo búið, þá getum við notað nafnið Thüle. Það er enginn smeykur við að eiga viðskipti við Thüle.

Nema Filip Grín vilji kaupa okkur á 95% afslætti. Grínland?

0 ummæli: