16.10.08

Netið blómstrar í kreppunni

Baggalútur og ýmsir bloggar eru að blómstra.

Virðist enginn nenna að lesa dagblöð lengur, enda lítið upp úr þeim að hafa annað en varnir fyrir eigendurna. Auk þess finnst manni ekki líklegt að þau lifi þetta af.

Sjónvarpsfréttirnar virðast alltíeinu orðnar of stuttar til að ná að fara yfir allt sem gerist á heilum degi, í fyrsta skipti síðan ég man eftir mér. Enda rétt tiplað á smáatriðunum að utan og í íþróttunum.

Spaugstofan er orðin relevant eftir u.þ.b. 8 mögur ár.

0 ummæli: