11.10.08

Mikið er ég feginn að leigja frekar en eiga

Kemur mér sjálfum á óvart því hvernig getur verið gott að borga tugi þúsunda og eignast ekkert í staðinn. Jú, þegar upp er staðið er það vel sloppið því afborganirnar hækka ekki, og ég hefði hvort eð er ekki eignast neitt. Því ekki var bílalánið mitt stórt, en eftirstöðvarnar eru löngu orðnar hærri en nafnverð.

Get engum um kennt nema mér sjálfum. Því uþb. mánuði eftir að ég tók lánið heyrði ég viðtal við hagfræðing. Hann varaði við lánum í þessari körfu (¥ og CHF), krónan væri of hátt verðlögð.

Ég gugnaði á að skuldbreyta þar sem gjaldið var 15.000 kr og óverðtryggt lán í krónum á ca. 20% vöxtum. Nú er ég með lán sem var upphaflega 600.000kr, afborgun það sem af er 230.000, en eftirstöðvarnar 700.000kr. Mánaðarleg afborgun rúmlega tvöfaldast.

Þegar ég fer að sofa á kvöldin heyri ég nágrannana rífast um afborganir af íbúðarlánum og lánum á þessum 4 bílum sem þau eiga og sitja hér fyrir utan.

Ég er ekki bara þakklátur fyrir allt sem ég á; ég er líka þakklátur fyrir allt sem ég á ekki. Við erum eina fólkið í blokkinni sem á bara einn einkabíl!

0 ummæli: