30.11.08

Skrípó, 30.11.08

Miklar breytingar eiga sér stað hjá Ríkisútvarpinu... Björgvin Franz Gíslason: Ég er að fríka út hérna! Ef ég verð rekinn þá verður einhver laminn! Annar: Róaðu þig Björgvin Franz! Þú ert hólpinn. Börnin skrifa ekki í blöðin þó þau skilji ekki nokkurn skapaðan hlut í þessum þáttum þínum.. Þar á meðal ný dagskrárgerð (stillimynd RÚV)... Fækkun starfsstöðva (Kort af Íslandi aðeins merkt við Reykjavík)... Fækkun starfsfólks samfara rýrnun kjara þeirra sem eftir verða... Gestur Einar Jónasson: Hver á að kynna næstu kynslóð fyrir tónlist The Kinks, ha?! Og skipstjórinn fer niður með sökkvandi fleyi. Páll Magnússon: Sko ég á þennan bíl þannig er það bara. Og ég tek mestu launalækkunina! 10% af 1500 þúsund er miklu meira en 7% af einhverjum skúringakonulaunum

2 ummæli:

Edda said...

Ja, hérna Henrý!!!

Annað hvort vita of fáir af þessari síðu þinni eða að fólk þorir einfaldlega ekki að kommenta af því að þetta er bara svo snilldarlega og rétt upp sett hjá þér.

Ég er allavega búin að hlægja mig máttlausa af vitlausinni í ráðherrum okkar hérna á síðunni þinni. Þvílíkir bjánar sem stjórna landinu okkar!!!

... á ekki til hið einasta aukatekið orð.

Kær kveðja, ER

sighvatsson said...

Það er mjög skemmtilegt að detta hér inn og skoða þetta hjá þér. Keep up the good work.

-Kári