Já þetta má vera táknrænt og allt það. Og House er einn af mínum uppáhaldsþáttum. En ég skrifa ekki undir bænaskjal skjarinn.is.
Fólk lætur eins og með því að SkjárEinn hverfi þá töpum við „fjölmiðli.“ En þó SkjárEinn hætti að senda út, þá töpum við bara afþreyingarefni. SkjárEinn leggur höfuðáherslu á góðærisefni eins og Innlit/Útlit, og hefur fyrir löngu sagt skilið við umræðuþætti hvað þá fréttir.
Skjár Einn skiptir þar af leiðandi engu máli akkúrat núna. Ekki nóg allavega til að ég berjist fyrir honum.
Pólitískar vendingar með hækkandi sól
23 hours ago
1 ummæli:
Þarna er ég hjartanlega sammála þér
Post a Comment