Geir er maðurinn í brúnni. Hann getur ekki skorast undan ábyrgð. Á árinu hefur hann verið viðskotaillur og lítt gefinn fyrir samtöl við þjóðina. Hann fékk skýrslu eftir skýrslu um slæma stöðu bankana og kaus að berjast við skýrsluhöfunda fremur en að verja þjóð og banka. Hann var í bestu stöðu allra landsmanna til að fá upplýsingar, samt virtist hrunið ekki koma neinum öðrum jafn illþyrmilega á óvart.
Í hruninu brást hann dag eftir dag í sínu hlutverki að greina vandann og upplýsa þjóð sína. Hann lét erlenda miðla skúbba innlenda með ummælum sínum, hélt hlífiskildi yfir Davíð, sagði að hann hefði ekki breytt lögum um fjármálafyrirtæki því þá hefði „heyrst hljóð úr horni“.
Hann lætur allt sem gerist vera leyndó og furðar sig á því að upplýsingum „leki“, lýgur um efni funda, hefur ekki stjórn á eigin húsi, og kemur illa fyrir í allflesta staði. Og er hér bara fátt eitt talið.
Hann hefur ekki leiðtogagenið, svo einfalt er það. Hann fékk samt prik í gær fyrir að segja að fremur hætti hann við lán frá IMF en að gangast við ofurkostum varðandi Icesave. Við verðum alltaf að gefa mönnum prik þegar þeir reyna af veikum mætti að vera leiðtogar.
Bjarni Benediktsson hættir í stjórnmálum
2 weeks ago
0 ummæli:
Post a Comment