Flestir fullorðnir einstaklingar á Íslandi er að upplifa sig í miklu ati. Þar á meðal ég. Það streyma inn fréttir af spillingu og klúðri, svo mikil holskefla af efni að fjölmiðlar hafa ekki undan að rannsaka og birta allt, og eru nærri viku á eftir blogginu. Vefmælingar sýna þjóðarmet í lestri á fréttum og bloggi.
En svo verður þetta svo mikið af fregnum af baktjaldamakki, lygum ráðherra og embættismanna, embættisafglöpum, o.fl. að fólk verður dofið. Hefur sig varla í að hneykslast lengur. Hneykslunarferlið er orðið fólki svo kunnugt að það á engin orð eftir. Dæsir bara, grúfir nefið ofan í kaffibollann og segir „jæja.. svo kvennalandsliðið er á leið á mót, eða eitthvað, er það ekki, hmm?“
En það er kjarni að myndast. Kjarni af fólki sem hefur tapað starfi, eignum, von, og jafnvel sjálfsvirðingu út af aðgerðum annarra. Og brotamönnunum er verið að bjarga frá gjaldþroti með baktjaldamakki. Þessir einstaklingar fá ekki nóg af atinu. Þeir gætu hrundið af stað byltingu.
Pólitískar vendingar með hækkandi sól
23 hours ago
2 ummæli:
Já er ekki bara byltingin handan við hornið ?
valur: maður spyr sig
Post a Comment