Það kom ekkert út úr þessu viðtali. Var óttalegur moðreykur bara. Sigmar sýndi fínt aðhald og allt það. Reyndi að bauna á karlinn og halda honum við efnið.
Ég skil samt vel að ekkert hafi komið út úr þessu. Sigmar er sennilega, eins og ég, alinn upp í að maður láti ekki kné fylgja kviði á gamalmennum. Enda er það yfirleitt tilgangslaust og illmannlegt að brjóta niður gamalmenni. Nákvæmlega þannig kom Björgólfur út í þessu viðtali -- eins og aldraður rjómi. Alveg gáttaður á ástandinu.
Og já ég hafði samúð með kallrassgatinu. Vonandi er þetta bara hans síðasta fjármálaævintýr. Síðasti bankinn sem hann kemur á hausinn. Kannski er þarna kominn næsti formaður félags eldriborgara?
Pólitískar vendingar með hækkandi sól
22 hours ago
0 ummæli:
Post a Comment