16.11.08

Skrípó, 16.11.08

Mikið var um mótmæli í gær, enda hafði geir haarde hvatt til þeirra á blaðamannafundi deginum áður... 1.. 2.. 3. þrjú blóm! Á meðan réði nýskipaður fjölmiðlafulltrúi ráðum sínum... Skildi Örn Árnason vera til í að taka næsta blaðamanna fund að sér? Þykist þessi skríll hafa einkarétt á því að vera reiður!? Ég er reiður líka! Afhverju er ekki pulsuvagn hérna..? Einn ræðuhaldari greindi kjarnann frá hisminu... Þegar öllu er á botninn hvolft er gott aðgengi að afþreyingu stærsta baráttumálið! Þetta lið kann ekkert að mótmæla.. Næsta laugardag lokum við öllum leiðum að miðbænum.. ..og flautum! Ég ætla að lemja löggutitt. Og hver í fjandanum ert þú!?

Ég mætti sjálfur á mótmæli dagsins. Gekk með kasólétta konuna og strákinn. Var nokkuð meiri mannfjöldi en síðast, en treysti mér ekki til að telja. Veit bara að ég treysti ekki talningu lögreglunnar. Það heyrðist lítið úr gjallhornum ræðumanna, og stráknum leiddist að standa og sjá bara rassa, þannig að við fórum rétt eftir að Hlynur Hallsson atvinnumótmælandi hóf ræðu.

Heldur hefur harnað á dalnum hjá Hlyni, en meðan hann var Alþingismaður þótti honum helsta baráttumálið hve mikið pomp væri í kringum störf þingsins. Vildi ekki mæta með bindi, og þegar forseti skikkaði hann til þess, þá mætti Hlynur með hauskúpubindi í einhverskonar mótróa stemmara.

Kannast við þetta í börnum að þegar maður segir þeim að drífa sig í buxur þá setja þau stundum buxurnar á hausinn á sér til að stinga upp í mann. Fyrrum samstarfsmenn Hlyns á þingi sjá nú hag sinn verri en áður og vilja meiri virðingu fyrir störfum þingsins. Því dó helsta baráttumál Hlyns, og hefur hann nú ákveðið að leggja okkur lið sem höfum áhyggjur af stöðu efnahagsmála.

En ég amast ekki yfir því. Býst við að það þurfi að fá alla að borðinu til þess að byggja upp nýtt land.

0 ummæli: