5.11.08

Með eða móti?

Þetta er frekar fyndið. Í umræðum um blóraböggla virðist fólk þurfa að hafa einhvern einn sem það er á móti, og einn til að verja.

Vinsælasta parið til að vera með/móti eru Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar Grímsson. Báðir hópar nota svipuð rök gegn/með sínum mönnum.

Ég stend ekki með neinum, nema almenningi. Ég vil að þeir báðir axli ábyrgð á sínum mistökum og setjist í helgan stein sem fyrst. Kannski óþarfi að kosta til forsetakosninga strax, þannig að ÓRG má klára sitt kjörtímabil, en sjá sóma sinn í að þegja á meðan.

Aðrir sem mega gjarnan missa sín að mínu mati eru Jón Sigurðsson, Árni Mathiesen, Geir H Haarde, Valgerður Sverrisdóttir, Björgvin G Sigurðsson, Guðni Ágústsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Birgir Ármannsson, Össur Skarphéðinsson.

Reyndar bara sem flestir af þessum atvinnustjórnmálamönnum. Að mínu mati ættu stjórnmál að vera mun ódýrari fyrir ríkið. Enga aðstoðarmenn, meðallaun nýútskrifaðs háskólafólks, og engar risnur eða þóknun fyrir nefndarstörf. Ég vil hugsjónafólk.

0 ummæli: