29.11.08

Skrípó, 29.11.08

Hinn alþýðlegi Gylfi Arnbjörnsson er í viðtali um ástandið... Fréttamaður: Nú vill rúmlega helmingur þjóðarinnar að boðað sé til kosninga. Gylfi: Lýðræði er mjög hættulegt á svona tímum. Hér þarf í mesta lagi að reka einhver tvö handbendi til að sefa fólk.. Fréttamaður: Nú virðist verðbólga orðin það mikil að hækkun höfuðstóls verðtryggðra lána er viðstöðulaus og engin von fyrir fólk að eignast neitt nema skuldir.. Gylfi: Á hverju í andskotanum ætlar þetta fólk að lifa í ellinni ef ekki á að vera hér verðtrygging til að vernda lífeyrissjóðina þeirra?! Fréttamaður: Áttu við hina illa reknu sjóði af lítt hæfum verkalífs forkólfum sem hafa litlu skilað nema bónusum til yfirmanna. Og skila varla neinu til ungs fólks sem nú neyðist til að flýja land? Gylfi eyðir umræðunni með undurfagurri tenórrödd sinni... Gylfi: Fram, þjáðir menn í þúsund löndum, sem þekkið skortsins glímutök!

5 ummæli:

Anonymous said...

TAKK

Anonymous said...

Frábært framtak
benni

Anonymous said...

Nú bárur frelsis brotn'á ströndum
boða kúgun ragnarök

ótrúlegt þegar hálaunafólkið er að berjast fyrir láglaunafólkið.
Mér dettur stundum í hug að lágu launin séu vegna þess að akkúrat þetta fólk er að berjast! ég segi bara svona.

Ægir Geirdal said...

Þetta er gott skrípó og betra vegna þess að þetta er satt.Við eigum að hætta að láta ljúga að okkur,að við þurfum á þessum lífeyrissjóðum að halda!þetta er ekkert annað en arðrán(Fram þjáðir
osv.frv.)Það á að borga fólki út það sem það á í sjóðunum og síða
sér hver um sitt framlag og ávaxtar það.Þeir sem ekki hafa til þess getu verður hjálpað,en það verður mun meira sem það fær en núna.Þessir hálaunafurstar í líf-
eyrissjóðunum og verkalýðsfélögunum
ættu að segja af sér ekkert síður en Davíð og co,ríkisstjórnin,fjár-
málaeftirlitið og skila-(glæpa)
nefndirnar.

Anonymous said...

sæll snillingur
ætlaði að blogga um alþýðuhetjuna gylfa arnbjörnsson en sé svo að þú ert búinn að gera það svo miklu betur en ég get nokkurntíma.

má ég birta horn af myndinni þinni og vísa á þig á mínu bloggi

kv.
-b. bjarni@selfoss.is - bjarnihardar.blog.is