11.11.08

Bæði augun opin?

Ein færslan mín hefur fengið andmæli.

Ég átti sjálfur ekki í viðskiptum við stóru bankana 3. En þegar ég spurði þjónustufulltrúann í Sparisjóðnum mínum um sparnaðarleiðir þá benti hann mér vissulega á peningamarkaðssjóði. En sagði mér jafnframt að það væri viss markaðstengd áhætta fólgin í þeim. Hann sýndi mér kynningarbæklinga um sjóðina sem sögðu þetta sama. Úr varð að ég valdi venjulegan leiðinlegan innlánsreikning, og skipti síðan í verðtryggðan innlánsreikning þegar allt fór til fjandans.

Hvar eru kynningarbæklingar þessa fólks sem keypti sig inn í þessa sjóði? Kemur þar fram að þetta sé 100% öruggt? Hví þá ekki að leita réttar síns?

Er það sanngjarnt að skattbyrði þjóðarinnar aukist svo hægt sé að niðurgreiða tap fólks á peningamarkaði? Kom það fram í skilmálunum við þessa sjóði að þeir væru tryggðir með almannafé? Mér hefði sjálfum ekki fundist það sanngjarnt að annað fólk greiddi tapið mitt. Ekki bið ég þjóðina um að borga af bílaláninu mínu sem er í gengiskörfu. Því ég gekk inn í það helvíti með bæði augun opin.

0 ummæli: