6.11.08

Enn sigrar frekjukynslóðin

Nú berast fregnir af því að ríkisstjórnin hafi notað 200 milljarða af almannafé til að yfirborga bréf peningamarkaðssjóða. Þetta þýðir meðal annars að frekjukynslóðinni er bjargað aftur.

Kynslóðin sem fékk húsin sín ókeypis í óðaverðbólgu. Kynslóðin sem fékk námslán og bílalán sem brunnu upp. Kynslóðin sem seldi húsin sem þau fengu ókeypis á yfirverði þegar húsnæðismarkaðsbólan var sem stærst. Kynslóðin sem átti peninga og sakaði yngra fólk um að kunna ekki að leggja fyrir.

Er þessi kynslóð ekki búin að leggja nóg á samfélagið? Kjosa.is.

3 ummæli:

Anonymous said...

Voðalega ertu vitlaus.

Það ver í fyrsta lagi ekki ein kynslóð sem átti peninga í þessum sjóðum. "Frekjukynslóðin" eins og þú vilt kalla hana lenti að hluta til í óðaverðbólgu með verðtryggð lán og missti allt sitt.

Henrý said...

anonymous: Ég sagði líka „meðal annars.“ Annars er mér nokk sama hver átti í þessu, menn eiga að fá borgað verðgildi þess sem þeir selja. Þetta voru ekki venjulegir innlánsreikningar.

Annars er rétt hjá þér að ég sé vitlaus.

Anonymous said...

Frekjukynslóðin já, ég átti allan minn sparnað í peningabréfum og þriðjungi var stolið af mér. Mér var sagt að ég ætti að setja þetta í peningabréf af því að þetta væri einmitt jafn öruggt og venjulegt innlán, það væri ábyrgðarlaust að hafa sparnaðinn inni á svona lágum vöxtum. Einu mistökin sem ég gerði var að treysta bankanum mínum. Ég er ekki frekur og hef aldrei tekið lán f. neinu á ævinni. Ég er fátækur láglaunamaður sem hefur ekki efni á að missa svona mikið af sparnaðnum mínum.
Takk f. "stuðninginn".