23.11.08

Skrípó, 23.11.08: Meet the new boss..

Í höfuðstöðvum Nýja Landsbankans.. Elín Sigfúsdóttir: Sigurjón!!! Sigurjón Árnason: Já elskan? Elín: Þekkiru einhvern Björn Haraldsson?? Sigurjón: Nei! Elín: Þar höfum við það. Ég get því miður ekkert aðstoðað þig með þessar skuldbindingar, Björn.. Viðskiptavinur: Kommon, þú settir þennan gjörning upp þegar þú varst yfir fyrirtækjasviði. Við fengum lán til að kaupa Evrur svo við værum tryggð fyrir sveiflum. Nú eru Evrurnar fastar í þrotabúi gamla Landsbankans en sá nýji ætlar að ganga að veðum? Elín: Já það er rosalegt hvernig gamli bankinn fór með fyrirtækið þitt.  En við hér í Nýja Landsbankanum höfum tekið þá ákvörðun að vinna bara með vinum Sigurjóns. Því það eru jú þeir sem hafa gert bankann að því sem hann er í dag. .. Hey, ertu nokkuð bróðir Pálma Haraldssonar?

3 ummæli:

Anonymous said...

góður!!!
takk

Anonymous said...

Þetta er algjörlega copering á annari síðu sem hefur verið í gangi http://veigar.is/skripo

steinn said...

Varla er einhver með einkarétt á að gera skrípó úr ástandi... Fyndnar strípur hjá honum Veigari annars :-)