5.11.08

Afnám eftirlaunafrumvarps

Siv Friðleifsdóttir og fleiri þingmenn undrast að Samfylkingin hafi ekki staðið við loforð um að afnema eftirlaunafrumvarpið.

En hvernig geta þingmenn sett út á þetta, þó þeir séu í stjórnarandstöðu? Ekkert frumvarp um slíkt afnám hefur verið lagt fyrir Alþingi. Afhverju geta þingmenn ekki bara tekið málin í sínar hendur og klárað þau, skrifað frumvarpsdrög og mælt fyrir þeim á Alþingi. Til þess er þingið, er það ekki?

Hefði verið mun sterkara að leggja þetta til og benda á þá sem ekki vilja styðja afnám eftirlauna. Mun skynsamara en að reyna að benda á þá sem ekki hafa lagt þetta til á Alþingi, því allt þingið er sekt í þessu máli.

Það er alltof mikill slugsaraháttur á þessum þingmönnum okkar.

0 ummæli: