12.11.08

Ég er ekki Viðskiptaráðherra

„Ég er ekki Viðskiptaráðherra, ég get ekki sagt af mér sem slíkur.“ Þetta heyrðist mér Valgerður Sverrisdóttir segja í viðtali við Sindra Snæ á Stöð 2 í gær. „En ég skorast ekkert undan ábyrgð á mínum verkum sem Viðskiptaráðherra.“ Verður að viðurkennast að ég var að taka vel á í ræktinni á meðan þessu stóð, og datt næstum af hlaupabrettinu í forundran.

Hvar er virðing hennar fyrir Framsóknarflokknum? Var þessi stefna hennar og Finns eitthvað sem samræmist anda Framsóknarstefnunnar? Hvernig væri að segja af sér varaformennsku og þingstörfum svo kjósendur hafi allavega einhverja ástæðu til að snúa aftur í græna faðminn?

Ég kýs ekki Framsókn á meðan hryðjuverkamennirnir og vinir þeirra eru enn að störfum fyrir flokkinn. Svona lítill flokkur verður ekki stór aftur nema með nýju blóði og nýjum áherslum.

Segðu af þér í bara sem mestum mæli og þú getur Valgerður. Allt í lagi að þú sendir afsagnar og uppsagnarbréf vegna starfa sem þú sinnir ekki. Segðu af þér tvisvar bara til að vera viss. Verði þér eftirlaunin að góðu.

0 ummæli: