Komið þið sæl.
Ég setti mig í samband við ágætt þjónustuver ykkar í dag. Fyrirspurn mín var hvort ég gæti flutt lífeyrisréttindi mín frá Lífeyrissjóði Verslunarmanna til Söfnunarsjóðs Lífeyrisréttinda sem ég greiði nú í. Því miður er ekki gert ráð fyrir slíkum tilfærslum. Því skrifa ég ykkur þetta bréf.
Tilefni vangaveltna minna varðandi lífeyrissjóðsréttindi mín eru tvö atvik. Annarsvegar sú siðblinda sem Gunnar Páll Pálsson formaður sjóðsins hefur sýnt í starfi sínu sem fulltrúi lífeyrissjóðsins í stjórn hlutafélagsins Kaupþings sáluga. Hvað ég vísa þar í ætti öllum læsum og heyrandi að vera ljóst.
Hitt atvikið sem vakti með mér reiði var svo þegar stjórn VR ákvað að lýsa umsvifalaust yfir stuðningi við Gunnar. Hvar í lögum um félagastjórnir stendur að verkefni meðstjórnenda sé að verja formann?
Ykkar verkefni er að verja og starfa fyrir sjóðsfélaga. Hafið skömm fyrir. Það hryggir mig mjög að geta ekki sýnt vanþóknun mína á störfum ykkar með áhrifameiri hætti en þessu litla bréfkorni. Það er einlæg ábending mín til ykkar að þið verjið ímynd sjóðsins og VR með því að segja af ykkur og hleypa nýju fólki að. Lágmarksviðbrögð eru að formaður hverfi til annarra starfa utan sjóðsins og félagsins.
Allt þetta kom mér mjög á óvart því ég hitti Gunnar Pál á morgunverðarfundi í fundasal VR fyrir 3-4 árum þar sem hann ræddi kjaramál. Á þeim fundi bar hann af sér mikinn þokka og virtist nokkuð greindur.
Kveðja,
Henrý Þór Baldursson
Bjarni Benediktsson hættir í stjórnmálum
2 weeks ago
0 ummæli:
Post a Comment