12.11.08

Forsetinn tjáir sig að venju ekki...

„Forsetinn tjáir sig að venju ekki um þær umræður sem fram fóru á fundinum.“ Þetta segir talsmaður forsetans, inntur eftir því hvað sé hæft í því að hann hafi hótað öllu illu á hádegisfundi hans með erlendum sendiherrum.

Svona fyrirslátt heyrum við trekk í trekk. Það má ekki tjá sig um efni hinna og þessa funda, bréfa, eða samtala.

Hverjir eru vinnuveitendur þessara manna? Eru það ekki við? Hefur þjóðin engan rétt til að vita hvað sagt er fyrir hennar hönd við aðrar þjóðir? Heyrir efni fundarins undir þjóðaröryggismál? Hví virtu þá hinar þjóðirnar ekki þann trúnað?

0 ummæli: