28.12.08

Skrípó, 28.12.08

Undarleg raketta var sú er frelsisfretur hét. Hún fór jafnan mjög ákveðin lóðbeint til himins með hrokafullum gusti. Ekki sprakk hún heldur sundraðist og sáldraði yfir nærstadda ómerkilegri en stórhættulegri froðu. Hrapaði svo leiftursnöggt  niður logandi og æpandi og reyndi að hæfa eigandann. Framleiðandi heldur því þó staðfastlega fram að vandinn liggi hjá notendum; hönnun flugeldsins sé fullkomin...

2 ummæli:

Anonymous said...

Svartur húmor og viðeigandi.

megat said...

bandezvz