12.12.08

Skrípó, 12.12.08

Enn á ný er sóst eftir einstöku sjónarhorni Gylfa... Gylfi Arnbjörnsson: Jú jú, ég er Alþýðlegi maðurinn. Fréttamaður: Hvað finnst þér um kjör Alþingismanna og æðstu embættismanna ríkisins? Gylfi: Þetta er ótrúleg ósvinna! Þeir eru með margföld kjör fólksins í landinu sem þeir vinna fyrir! Ég er bara rasandi yfir þessu! Fréttamaður: En ert þú ekki með 900 þúsund krónur í mánaðarlaun, sjálfur fulltrúi alþýðunnar? Eru þessi ummæli þín um embættismenn ekki grátbrosleg í því ljósi? Gylfi: Öö, svona gerast bara kaupin á eyrinni sko.. Fréttamaður: Svona gerast kaupin á eyrinni? Hvað nákvæmlega veist þú um kaupin á eyrinni? Eða kaup þinna félagsmanna almennt? Gylfi sér að hann hefur misst tökin á þessu aftur, og þylur nú ljóð með hjartfólginni næmni.. Gylfi: Við erum fólkið sem erfiðar enn alþýðan fátæka, konur og menn.

1 ummæli:

Anonymous said...

Dásamlegt, takk!