10.12.08

Skrípó, 10.12.08

Lögreglan lét loks til skarar skríða gegn Alþingi og tók að bera þingmenn út... Húsið er ekki alveg tómt enn. Guðjón Arnar Kristjánsson: Þeir höfðu mig ekki út. Það er verið að bíða eftir sérstökum lyftara. Þangað til get ég nýtt tækifærið og setið við ráðherraborð.. Afsettur forsætisráðherra, Geir Haarde var yfirheyrður fyrir að verja krónuna sína með pyntingum og hótunum. Geir: Só fokking what. Þetta virkaði, krónan styrkist! Ég var ekki kosinn til að tryggja frelsi einstaklingsins, heldur til að halda völdum og tryggja þar með sjálfsálit kjósenda X-D. Svona eins og Púlarar styrkjast þegar liðið vinnur leik. Ráðherra sjávarútvegs byrgði sig inn á skrifstofu en umsátrinu lauk þegar rætt var við hann á íslensku. Einar K Guðfinnsson: Djöfull er ég feginn að þetta eruð þið en ekki eitthvað útlent hervald að krefja mig um úrbætur í mannréttindamálum! Aðgerðir ganga vel, en eru taldar vera skamvinnar.. Þar sem reynslan sýnir að gerspillt og siðlaust fólk muni enn á ný ná tökum á húsinu.

3 ummæli:

Anonymous said...

Hefði auðvitað verið miklu nær!

Anonymous said...

Finnst þú vera að vinna merka hluti. Hreint frábært. - Myndrænt séð og innihalds. Beittur húmor með grafalvarlegum undirtóni. Vildi að ég gæti nálgast þetta hjá þér. Mundi ekki hika við að vera í áskrift ef það stæði til boða. Skora á þig að finna þessu frjóan jarðveg. Þessu þarf öll þjóðin að hafa greiðan aðgang að.
Frábært, og takk!

Ingibjörg Sigurðar og Soffíudóttir (bloggari)

Henrý said...

Sæl Ingibjörg. Takk fyrir hrósið. :-)