4.12.08

Skrípó, 04.12.08

Geir Haarde: Þessi nýju lög tryggja það að Seðlabankinn eigi og ráðstafi öllum krónum í landinu. Enda er það hann sem prentar þær og á höfundarréttinn á seðlunum og myntunum sem slíkum, svo þetta er ekkert óeðlilegt. Fréttamaður: Þýðir þetta ekki að frjálshyggjan sem slík sé dauð, og það af sömu hendi og innleiddi hana á Íslandi? Geir: Sko, ehm, hérna.. Þetta er tæknilegt.. Öö tæknilegt atriði sem ég hef ekki alveg svör við.. En mér skilst að Hannes Hólmsteinn sé kominn með koníak í glasið og bláu lonníetturnar á nefið svo það er pistill væntanlegur sem svarar þessari spurningu. Ég hef fulla trú á að Hómsteinn reddi þessu fyrir okkur. Svo í bili verður svar mitt við þessari spurningu að vera hreint og klárt NEI

0 ummæli: