18.1.09

Skrípó, 18.01.09

Flutti í stærri leiguíbúð í dag, þrátt fyrir kvefskít og magavesen. Var orðið svolítið þröngt að vera í tveggja herbergja íbúð með einn 4 ára og annan 6 vikna. Rétt datt inn nokkrum andartökum fyrir miðnætti, gegnum nettengingu nágranna, til að skjóta inn þessu litla skrípói fyrir mína hörðustu aðdáendur.
Á Flugstöð Leifs Eiríkssonar bera tveir landflóttamenn saman bækur sínar. Farþegi 1: Hvert ertu að fara? Farþegi 2: Sennilega ekkert. Við erum með heimsfræga fagfjárfesta sem setja allt á hausinn, ríkisstjórn sem telur aðgerðarleysi dyggð, mótmælendur sem geta ekki komið sér saman um á hvaða forsendum eigi að mótmæla, og félagslegt kerfi sem minnkar í beinu hlutfalli við þörfina. Er þá eitthvað sjálfgefið þó ég kaupi farmiða af flugfélagi hér í landi að ég sjái nokkru sinni inn í flugvél?

2 ummæli:

Anonymous said...

Sad but true...

Kv, Kolla

Anonymous said...

Ég er einn af þeim:)Hamingjuóskir inn í nýja íbúðina!