26.1.09

Skrípó, 26.01.09

Næsta skref? 10 stöður lausar til umsóknar. Vilt þú framfylgja og taka á þig samfélagslega ábyrgð vegna stefnu Alþjóðagjald-eyrissjóðsins og Ríkisstjórnar Íslands og hafa ekkert um málið að segja sjálfur? Þá gæti starf við Seðlabanka Íslands hentað þér! Um 10 stöðugildi er að ræða. 7 manna bankaráð, og 3 manna stjórn. Engrar sérstakrar menntunar eða hæfni er krafist. Þó er æskilegt að umsækjendur séu með flokksskírteini í Sjálfstæðisflokknum, séu vel lesnir í nýfrjálshyggjufræðum, og sæmilega ritfærir ásamt því að geta komið vel fyrir í sjónvarpi. Með starfinu fylgir sá réttur umsækjenda að láta að sér kveða í þjóðfélagsumræðunni og fabúlera um hina og þessa hluti í innanríkis- og utanríkispólitík. Æskilegt er að amk. einn umsækjandi í stöðu bankaráðs sé þess umkominn að skrifa greinar í blöð og delera þar um ábyrgð vinstrimanna á alþjóðakreppunni og halda einnig fast í það reipi að alþjóðakreppan sé ástæða aðstæðna á Íslandi. Æskilegt er að umsækjendur geti staðið af sér langvarandi og hávær mótmæli allra stétta samfélagsins. Umsóknir berist til Forsætisráðuneytisins fyrir 1. mars.

0 ummæli: