31.1.09

Pólitíski áttavitinn minn

Svona svo mínar pólitískar skoðanir séu uppi á borðinu og opinberar, þá samkvæmt ítarlegu prófi á politicalcompass.org er þetta pólitísk afstaða mín í tvívíðri mynd:

political compass

Væri gaman að sjá svona mynd hjá öðrum bloggurum. Svona til hliðsjónar, þá eru hér afstöðumynd af hinum ýmsu öðrum.

political compasses

Akkurat fólk sem ég ber mig helst við. Þarna sést t.d. alveg á tæru að við Robert Mugabe erum svipað mikið vinstri, en hann er hinsvegar töluvert meiri fasisti en ég.

5 ummæli:

Anonymous said...

Hef tekið prófið nokkrum sinnum á síðustu árum.

Minnir að mín staða sé =

Þín spegluð um lóðrétta ásinn.

Get sagt þér að ég hef til gamans fengið nokkra einstaklinga til að taka prófið og þeir lenda næstum því allir fyrir neðan miðju á lóðrétta og svo er sveiflan frá þínum stað að mínum á lárétta ásnum.
Eini sem ég man eftir sem fór upp er alvöru kirkjuíhaldsmaður ;)
Ástæðan fyrir því er væntanlega að mórölsku spurningarnar endurspegla ekki íslensk átakamál.

Hef líka fengið stóra hópa t.d. menntaskólabekk til að svara til skiptis og það endaði akkúrat í "Íslendingnum" Ca. þrír punktar niður og fimm til hægri frá miðju.

kv. Barði Barðason

Anonymous said...

Jæja prófaði þetta enn einu sinni.

Sama stað og þú, bara aðeins neðar á lóðrétta ásnum.

Spurning hvort ég hafi ekki svarað efnahagsspurningunum öðruvísi núna en fyrir hrun :)

kv. Barði

Henrý said...

Já, ég var einmitt að pæla í því meðan ég tók prófið. Hálfu ári fyrr hefði ég líklega svarað öðruvísi :-)

Anonymous said...

Já það er greinilega kominn tími til að fá sama fólkið til að taka prófið aftur.

Kannski á gamli "Íslendingurinn" ekki lengur við - allir orðnir róttækir á þessum síðustu og verstu.

kv. Barði

Anonymous said...

http://www.politicalcompass.org/printablegraph?ec=-7.00&soc=-3.85