7.1.09

Skrípó, 07.01.09

Bjarni kom til Sigmars í öngum sínum. Sigmar Guðmundsson: Er ekki allt í lagi Bjarni minn? Bjarni Ármannsson: Þaaa.. Bara.. Þúst.. Búið... Allt búið.. Sérðu ekki Dressmann gallann sem ég er í? Búið? Áttu ekki ennþá peningana sem Glitnir gaf þér? Og hvar eru fötin þín? Bjarni: Skilaði peningnum.. Eða sko helmingnum. 370 mills. Fötin.. Þau eru í hreinsun.. Fékk egg í þau þegar steig út úr Leifsstöð.. Sigmar: Ha?! Helmingnum? Voru þetta ekki 7 milljarðar? Bjarni: Ég er að tala um helminginn af því sem ég fékk í laun.. Hitt var eitthvað sem ég tók út úr fyrirtækinu..

12 ummæli:

Anonymous said...

Þessi maður hefur nauðgað þjóð sinni og ég vona að hann komi aldrei aftur til Íslands nema til að skila peningunum, ég meina 7500 miljónir og hann ætlar að kvitta sig út með því að borga skitnar 370 millur, hallærisgaur.

Anonymous said...

ég er búinn að vera lesa þessar myndasögurm síðustu mánuði. Sorry. En það er ekkert fyndið við þetta. Vel gert og allt það. Bara vantar húmorinn.

Ólöf Árnadóttir said...

Bjarni var til fyrirmyndar í Kastljósi, sýndi hugrekki og drengskap

Anonymous said...

Hugrekki og drengskap?

Mikið held ég að Bjarni og félagar séu ánægðir með að Íslendingar sofi enn.

Verð að andmæla nafnleysingja 2. Finnst þetta oft hellings fyndið.

Henrý said...

#2: Já, en eitthvað fékk þig til að fylgjast með síðustu mánuði. Kannski ekki húmor, en ég sætti mig við það meðan þú gerir það. Ef þú ert með húmoríska sýn á málin getur þú gaukað henni að mér á henry.baldursson@gmail.com, og ég get unnið hana fyrir þig og birt hana okkur báðum til dýrðar.


#3: Já svei mér þá ef þér þótti ekki til Bjarna koma! Nóg til að stofna aðgang að blogspot.com til þess eins að tjá þig um þá á þessu síðutetri!

Eyvindur: Takk fyrir innlitið.

Anonymous said...

Mér finnst þessar ræmur bara plentí fyndnar og oftar en ekki hitta í mark.

Takk fyrir mig :)

Kv, Kolla

Henrý said...

Takk miklu meira fyrir mig Kolla.

Anonymous said...

Hvaða djöf... væl er þetta þarna nr. 2? Þessar sögur eru það sniðugar og bráðskemmtilegar að ég kíki hérna inn á hverjum degi.

Keep up the good work!

Kv.
Palli

Henrý said...

Ji dúdda mía. Nýtt met í fjölda commenta hér á skrípóvefnum. Heil 9 komment, og ég þurfti ekki einusinni að falsa hrós til sjálfs mín!

Takk fyrir hlý orð Palli. Húmor er hinsvegar óhlutbundið fyrirbæri, og verður því seint sannaður eða afsannaður á mig.

Anonymous said...

Mér finnst þú algjör snillingur og hitta ótrúlega í mark með þessum myndasögum. Ég er ósammála #2 því mér finnst þetta geðveikt fyndið og setja hlutina í súrrealískt samhengi. Haltu áfram á þessari braut.

Henrý said...

Takk fyrir það, Sigga Inga :-)

Anonymous said...

Ég er sennilega búin að segja það nokkrum sinnum að mér finnst myndasögurnar þínar frábærlega vel og skemmtilega unnar! Er auðvitað óskaplega forvitin að vita hvernig þú vinnur þær en ætlast alls ekki til að þú opinberir það hér. Þetta var bara svona innskot;-)

Svo finnst mér textinn yfirleitt alltaf fyndinn!

Og svona í lokin þá finnst mér Bjarni vera einn versti glæpamaður Íslandssögunnar. Ef það væri allt í lagi með stjórnsýsluna hérna sæti hann ekki aðeins inn fyrir alvarleg efnahagsbrot heldur landráð líka!

Biðst afsökunar ef ég hef misboðið síðueigandanum með málæðinu:/