13.2.09

Skrípó 13.02.09: Óþolandi ofsóknir

Virtasti og hæfasti seðlabankastjóri hins vestræna lýðræðisheims fékk loksins að prýða forsíðu Time Magazine. Heiðurinn þótti þó vafasamur. Davíð Oddsson The Village Idiot. Okkar maður var inntur eftir viðbrögðum. En smjör virkar svolítið þunnt eftir að það hefur verið margétið.. Davíð Oddsson: Sko Time eru bara einhverjir ungliða VG Baugspennar á nornaveiðum, gerðir út af Ingibjörgu Sólrúnu og Jóni Ásgeiri.. Trúið mér kæru vinir.. Hefði ég nokkuð gert af mér, nokkuð gert, hefði ég verið fyrstur til að fara fram á eigin afsögn.

4 ummæli:

Hér verður safnað saman sögum um Sjálfstæðisflokkinn. said...

Frábært... Mikið hlegið... Þú nærð honum ógesslega vel, ógesslega.

Anonymous said...

"Unglinga VG Baugspennar" hahaha hljómar eins og Jónína Ben

Flott eins og venjulega.
Kv, Kolla

Anonymous said...

Eg endurtek fyrri yfirlýsingu mína: Þú ert snillingur! (Ekkert oflof, ekkert háð, enginn vafi).
Smári

Henrý said...

Takk fyrir mig, Rósa Kolla og Smári. :-)