5.2.09

Skrípó, 05.02.09: DAVÍÐ ODDSSON!

Hallgrímur Helgason gerði að mig minnir í 101 Reykjavík „Halldór Kiljan!“ að upphrópun í líkingu við „Drottinn minn dýri!“ Jón Ásgeir virðist ætla að gera „Davíð Oddsson!“ að svipaðri upphrópun – með öfugum formerkjum.

Jón Ásgeir var úti í spássitúr.. Jón Ásgeir Jóhannesson: Lalala.. Ég á ís, ég á ís, ligga ligga lá. Þá gerðist hið óhugsandi. Jón Ásgeir missti ísinn! Jón Ásgeir: Þið vitið hvernig þetta gerðist er það ekki? Jón Ásgeir hrópar svo glymur um heimsbyggðina: DAVÍÐ ODDSSON!

2 ummæli:

Anonymous said...

Þú ert bara snillingur. Það er engu líkara en þú hafir fundið upp kaldhæðnina! Og gerir ekki annað en að verða betri og betri. Áfram, meira!
Smári.

Henrý said...

Smári: Takk fyrir innlitið.

Ég veit að oflof er háð. En ég er nógu hégómagjarn til að taka þessu sem hrósi!