4.2.09

Skrípó, 04.02.09

Nokkrum vikum fyrr... Mótmælandi: Þetta er reiginhneyksli! Hví er dýralæknir fjármálaráðherra?! Annar mótmælandi: Við viljum hæft fólk í allar stöður! Steingrímur J Sigfússon: Stúdentspróf MA 1976. B.Sc.-próf í jarðfræði HÍ 1981. Próf í kennslu- og uppeldisfræði HÍ 1982... Fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra síðan 2009. Til hamingju byltingunni er lokið..

5 ummæli:

Anonymous said...

Byltingunni lýkur þegar: verðtrygging á íbúðalánum hefur verið afnumin; íbúðaleigumarkaður er eðlilegur valkostur fyrir fjölskyldur; hægt að lifa þægilegu lífi á dagvinnulaunum. LÁGMARK

Anonymous said...

Afsakaðu ruddaskapinn, en það sem hjartanu er næst er tungunni (puttunum) tamast. Gleymdi að heilsa og þakka fyrir mig. Gott skrýpó.

Henrý said...

Takk fyrir innlitið. :)

Anonymous said...

Mér fannst aldrei það mikið mál að hann væri dýralæknir. Það var aðallega fyndið trivia.

Hann hinsvegar réð Þorstein Davíðs Oddssonar son sem dómara og hlaut fyrir það glósur frá umboðsmanni alþingis.

Umboðsmaður sagði það vera ólöglega ráðningu.

Auk þess geturðu kynnt þér ýmislegt vafasamt í sambandi við sparisjóð Hafnarfjarðar (nú Byr). Þar voru lög brotin og Árni hafði upp úr því 50 millur. (Getur tékkað á bloggi Gunnar Axels, gunnaraxel.blog.is held ég upp á það, hann rekur þar söguna og bendir á heimildir).

Og ef þetta væri ekki nóg þá hefði Árni átt að segja af sér við hrun þar sem hann bar jú faglega ábyrgð.

Þú ert nú yfirleitt ágætur samt og ég les þig daglega, keep up the good work.

Snæbjörn

Henrý said...

Sæll Snæbjörn og takk fyrir lesturinn.

Vissulega á Árni sinn feril, ég er ekki að bera blak af honum eða missa mig í bitrum söknuði. Hef nú eitthvað skrípast um hann, getur smellt á nafnið hans í stikkorðaskýinu hér á hægri hönd.

Upphrópunin finnst mér bara fyndin með hliðsjón af því sem varð. Hún var tíð og algeng m.a. á borgarafundum og bloggi. Jafnvel fullyrt að hlegið væri að litla Íslandi með dýralækninn í fjármálaráðuneytinu.

Kannski er málið að engum stekkur bros þegar hann hugsar til jarðfræði.