27.2.09

Nýr vettvangur!

Jæja, þá færist Skrípóið á nýjan vettvang, og verður frá hádegi á morgun á Pressunni.

Pressan samdi við mig að ég myndi fá greitt fyrir þá vinnu sem ég legg í Skrípóið, en hingað til hef ég ekki fengið krónu.

Án þessa hefði skrípóið líklega lagt upp laupana nú í febrúar þegar ég gerði 100. skrípóið, en það takmark náðist 24. febrúar. Ástæða þess er sú að ég er tveggja barna faðir í fullu starfi og með tvær aukavinnur, og það var farið að verða óverjanlegt að taka sér stund frá börnunum og konunni til þess að hamast launalaust í teikniforritum í þessum fáu frístundum sem maður á. :)

Ég vil þakka öllum þeim sem lögðu leið sína hingað og hvöttu mig áfram. Sjáumst á Gulu Pressunni!

5 ummæli:

Anonymous said...

Til hamingju með að fá loksins greitt fyrir vinnuna þína. Það er meira en ég hef nokkurn tíma upplifað!

En má ég ekki halda áfram að safna og birta skrípóið þitt?

Anonymous said...

Til hamingju með að vera kominn í atvinnumenskuna, gangi þér vel og takk fyrir öll gömlu skrípóin.

Henrý said...

Takk bæði tvö :)

Lára: Þú átt póst ;)

Anonymous said...

Til hamingju! og gangi þér vel á nýjum vettvangi. Þú hefur e.t.v. haldið að ég væri hætt að fylgjast með þér þar sem það er svo langt síðan ég kommentaði hjá þér en það er öðru nær!

Anonymous said...

Henrý Þór. Mér finnst þessi myndasería hjá þér endurspegla þunglyndi. Reyndu nú að gera eitthvað uppbyggjandi í næstu seríum.